Er meðgöngureiknir Doktor.is réttur?

Spurning:
Góðann daginnxxx heiti ég. Ég fór inn á síðuna ykkar um daginn og reiknaði út daginn sem ég á að eiga og skoðaði hvað væri að gerast hjá mér í hverri viku og fannst mjög gaman að fylgjast með því. Fyrir utan það að læknirinn sagði mer ég væri búin að ganga með það í 12 vikur en á síðunni ykkar sínir 14 vikur? Getur verið villa hjá ykkur? Ég skrifaði sama dag (síðasta dag blæðinga) og hjá lækninum?Kveðja xxx
Svar:
Samkvæmt bestu útreikningum eru dagsetningarnar á meðgöngureikni doktor.is réttar. Verið getur að læknirinn hafi séð í sónar að þú værir styttra gengin en síðustu blæðingar sögðu til um (egglos verið seinna á ferðinni) eða að reikniskífan hans hafi hugsanlega verið vitlaust stillt.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir