Er niðurgangur smitandi?

Spurning:
Það stendur ekkert um það hvort upp niðurgangur sé smitandi.  Ég er nefninlega dagmamma og hef staðið í miklu þrasi um það hvort þetta sé smitandi og þau hafa neitað að halda barninu sínu heima á meðan þessu stendur.  Ég hef sjálf smitast frá þessu barni, vantar það bara svart á hvítu fyrir þau að niðurgangur sé bráð smitandi 🙂

Svar:
Blessuð.
Niðurgangur er oftast smitandi þar sem hann er oftast orsakaður af veirum en sjaldnar bakteríum.  Niðurgangur getur hins vegar stundum orsakast af fæðuóþoli og er þá ekki smitandi. Það getur oft verið erfitt að greina á milli hver upphaflega orsökin er.

Kveðja,
Þórólfur Guðnason, barnalæknir