Erfitt með að fá sáðlát?

Spurning:
Ég er19 ára gamall og fyrir sirka 1 viku síðan var ég greindur þunglyndur af lækni. Og hann gaf mér lyf sem á að láta mér líða betur. Áður en ég fór til læknisins fékk ég alltaf venjulega fullnægingu við sjálfsfróun og snöggt en síðan ég byrjaði að nota lyfið fæ ég hana eftir svona 40 mínútur og ég hef sáðlát áður en ég fæ fullnægingu og ég á dálítið erfitt að ná honum í stinningu en það tekst á endanum og hann er fljótur að fara úr stinningu. Mér datt í hug að þetta gæti verið út af þunglyndislyfinu og ég ákvað að prófa að taka ekki þetta lyf í 2 daga og svo gá hvort ég fengi þessa ,,venjulegu" fullnægingu eins og forðum. En svo er ekki, þetta er jafnslæmt, hvað get ég gert? Ég vil ekki fá einhver sérstök stinningarlyf eða neitt slíkt. Get ég breytt um þunglyndislyf eða? Og hvað get ég gert við þessu öllu saman svo ég fái þessa ,,venjulegu" fullnægingu.
Svar óskast. Kveðja.

Svar:

Truflanir á kynlífi, einkum seinkun á sáðláti og jafnvel getuleysi er velþekkt aukaverkun af mörgum geðdeyfðarlyfjum þó hún sé alls ekki algeng. Ekki er ólíklegt að þetta gangi yfir eftir að lyfið hefur verið notað í einhvern tíma. Ef ekki mæli ég eindregið með að þú ræðir við lækninn um að fá annað lyf, því þessi aukaverkun er ekki til staðar, eða mun sjaldgæfari hjá sumum þessara lyfja. Ekkert er óeðlilegt við að aukaverkunin hverfi ekki á tveimur dögum eftir að þú hættir að taka lyfið, því það getur tekið nokkurn tíma að skiljast allt úr líkamanum.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur