Eru hættuleg efni í sólarvörn?

Spurning:

Ég las það í blaðinu í dag að í sumum tegundum sólarvarnar væru efni sem gætu valdið hormónatruflunum. Hvernig? Er þetta það hættulegt að reyna ætti að sneiða framhjá sólarvörnum sem innihalda þessi efni? Gefin voru upp nöfn á þremur efnum sem höfðu þessa aukaverkun (4-metyl-benzylidene camphor, Octyl-methoxycinnamate og Benzophenone) ef annar tölustafur er í nafninu er þá um annað og skaðlaust efni að ræða?

Ein forvitin.

Svar:

Efni sem notuð eru í sólvarnarkrem eru tvenns konar: Efni sem gleypa í sig ákveðnar bylgjulengdir innan UV-sviðsins og ógegnsæ efni sem endurkasta mest allri UV-geislun. Í fyrri flokknum eru efni sem gleypa UVA geisla, UVB geisla eða bæði.

Efni sem gleypa UVA geisla:

Menthyl anthranilate
Avobenzone
Dibenzoylmethane
Isopropyldibenzoylmethane

Efni sem gleypa UVB geisla:

Amínóbenzó sýra
Lisadimate
Padimate
Padimate O = (octyl-dimethyl-p-amínóbensó sýra)
Roxadimate
3-(4-methylbenzylidene)bornan-2-one = (3-(4-methylbenzylidene) camphor)
Cinoxate
Ethylhexyl p-methoxycinnamate = (octyl methoxycinnamate)
Octocrylene
Homosalate
Octyl salicylate

Efni sem gleypa bæði UVA og UVB geisla:

Benzophenone-6
Dioxybenzone
Mexenone
Oxybenzone (Benzophenone-3)
Sulisobenzone

Efni sem tilheyra síðari flokknum eru t.d. efnin titanium díoxíð og zínk oxíð.

Feitletruðu efnin eru efni sem notuð voru í rannsókninni og feitletruð rauð efni eru efni sem rannsóknin sýndi hafa hormóna-áhrif á lífverur, bæði í tilraunaglösum og í dýratilraunum. Áhrifin sem um ræðir eru estrógen-lík áhrif. Það eru margvísleg áhrif sem um ræðir eins og til dæmis krabbameini í brjóstum og eistum. Í rannsókninni sem vísað er í eru einungis athuguð áhrifin í tilraunaglösum og á rottum, ekki mönnum, og því er þetta vísbending en ekki sönnun á þessum áhrifum. Frekari rannsókna er þörf. Ekki er hægt að heimfæra dýratilraunir yfir á menn, að sama skapi er ekki hægt að heimfæra rannsóknir í tilraunaglösum yfir á dýr eða menn. En fimm þessara efna höfðu þessi áhrif við prófanir í tilraunaglösum og tvö þeirra höfðu svo engin áhrif á rottur.

Á meðan óvissa er um vörur sem innihalda þessi efni er sjálfsagt að sniðganga þær að einhverju-, mestu- eða öllu leyti (Allar snyrtivörur eiga að vera með tæmandi innihaldslýsingu). Athuga þarf að sum þessara efna er stundum að finna í snyrtivörum eins og t.d. varalitum, hárspreyi, kremum, sjampói, freyðibaði og fl. Þar eiga þessi efni að auka stöðugleika og endingu.

Þessi efni eiga það líka öll sameiginlegt að vera mjög fituleysanleg og eiga því á hættu að safnast upp í náttúrunni eins og t.d. skordýraeitrið DDT. Þetta er eitthvað sem verður að skoða líka.

Ef annar tölustafur er í efninu merkir það að efnið er í megindráttum það sama en hefur öðruvísi uppröðun. Slík efni geta haft svipaða eiginleika en oftast eru eiginlekarnir aðrir.

Kveðja.
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur