Eru kalktöflur æskilegar fyrir hjartasjúklinga?

Spurning:

Eru kalktöflur æskilegar fyrir hjartasjúklinga?

Svar:

Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að það sé betra fyrir hjartasjúklinga að það sé tiltölulega mikið af kalki í fæðunni og verra ef það er lítið.

Stundum er ruglað saman kalsíum sem er kallað kalk og og kalíum. Gott er að taka kalíumtöflur ef notuð eru þvagræsilyf. Þá fer kalíumklóríð úr líkamanum í of miklum mæli og getur valdið ýmiss konar krankleika.

Það er talið gott að hafa tiltölulega góðan kalíum búskap og ef lítið er af kalíum í fæðunni er meiri hætta á hækkandi blóðþrýstingi og jafnvel veiklun á sykurþoli. Þessvegna er oft mælt með kalíumríkri fæðu eins og ávöxtum.

Það stendur til að framleiða hér á Reykjanesi heilsusalt sem er kalíumklóríð að mestu leyti og miklu hollara en natríumklóríð. Í kalíumklóríði eru líka kalsíum og magnesíum, sölt sem eru heilsuvænleg.

Árni Kristinsson, hjartalæknir
Þorkell Guðbrandsson, hjartalæknir