Eru til lyf sem vinna á bjúg?

Spurning:

Góðan daginn,

Ég á það til að bólgna í framan og jafnvel á líkama vegna vatnssöfnunar, einskonar bjúgur. Ég hef prufað að sleppa allri saltnotkun og drekka mikinn vökva, en það virðist ekki hafa nein áhrif. Eru til einhverjar vatnslosandi töflur til að vinna á þessu? Þetta virðist oft verða verra í miklum hita (ég bý erlendis). Takk fyrir

Svar:

Það eru til lyf sem losa vökva úr líkamanum, svokölluð þvagræsilyf. Það er ýmislegt sem þarf að athuga varðandi notkun þeirra og eru þau því öll lyfseðilsskyld. Rétt væri að fara til læknis og skoða ástæður þess að þú færð bjúg/vökvasöfnun og ákveða síðan meðhöndlun.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur