Fæðingarþunglyndi og Zoloft

Spurning:

Sæl.

Ég er með fyrirspurn gagnvart Zoloft. Það er búið að greina mig með fæðingarþunglyndi og setja mig á Zoloft, en ég hef áhyggjur þar sem ég er með barn á brjósti. Mér var sagt að þetta hefði ekki áhrif og að smá lyf í mjólkinni væri betra en að eiga þunglynda mömmu. Ég er ekki allveg sannfærð og langar að vita hversu mikið er búið að ransaka þetta? Gæti þetta ekki haft nein áhrif á barnið?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæl.

Það er satt að þetta getur haft áhrif á barnið og því er ekki mælt með notkun lyfsins handa konum með barn á brjósti NEMA læknir meti ávinning þess meiri en áhættuna. Það er líka satt að það er ekki gott að hafa móðurina þunglynda svo þetta er alltaf matsatriði hjá læknum.

Sé sertralín notað á meðgöngu og/eða handa konum með barn á brjósti á læknirinn að hafa í huga að skýrt hefur verið frá einkennum hjá nýburum mæðra sem hafa notað þunglyndislyf sem eru sértækir serótónín endurupptöku hemlar (SSRI), þar með talið sertralín, sem eru þess eðlis, að mælt er með því að lyfjagjöf sé hætt. Konur á barneignaraldri eiga að nota viðunandi getnaðarvarnir ef þær taka sertralín.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur