Fitna eftir þunglyndi?

Spurning:
Fyrir nokkrum árum veiktist ég illa af þunglyndi og missti um 15 kg. á innan við 2 mánuðum, náði mér með lyfjagjöf og þyngdist hratt aftur og bætti meira segja við þyngdina, svo aftur fyrir 2 árum skeður það sama og aftur þyngdist ég hratt aftur þegar ég hafði læknast með lyfjagjöf (Zoloft) sem ég er enn að taka. Það sem mig langar að vita er hvort brennslan hjá mér gæti hafa ruglast við þetta því miðað við hvað ég borða þá á ég ekki að fitna svona mikið, ég hef aldrei verið eins og þung og í dag, held ég sé 16 kg þyngri en áður en ég veiktist fyrst, ef brennslan gæti hafa brenglast hvað get ég þá gert til að laga það, mér hefur líka dottið í hug hvort lyfin hafi þessi áhrif á mig en ég er núna að fara að hætta að taka þau svo það ætti þá að skila sér til baka.

Svar:
Í klínískum rannsóknum sem gerðar hafa verið á Zoloft (sertralín) hefur ekki verið sýnt fram á þyngdaraukningu af völdum lyfsins.Meðal algengra aukaverkana af lyfinu (fleiri en 1 af hverjum 100) er lystarleysi og þyngdarminnkun. Aftur á móti eru bæði þyngdaraukning og þyngdarminnkun algengar aukaverkanir af flestum öðrum þunglyndislyfjum.Samkvæmt þessu er líklegast að þú hafi lést vegna veikindanna og þyngst svo aftur þegar þér batnaði og að ekki sé um eiginlega aukaverkun af lyfinu að ræða.

Með bestu kveðju
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur