fjölvöðvagigt / fjölvöðvabólga

Spurning:
Hver er munurinn á fjölvöðvagigt (polymyalgia rheumatica) og fjölvöðvabólgu (polymyositis) ?

Svar:
Fjölvöðvagigt er sjúkdómur eldra og miðaldra fólks. Algengustu einkenni eru verkir og stirðleiki á herðum, öxlum, mjöðmum og lærum, hiti og almennur slappleiki. Máttleysi fylgir stundum þannig að fólk á erfitt með að ganga upp stiga eða rísa úr stól. Engin sérstök rannsókn er til sem greinir fjölvöðvagigt, helst hækkanir á blóðsökki. Talið er að fjölvöðvagigt læknist að sjálfu sér en oft eru sterar notaðir.

Polymyositis, öðru nafni fjölvöðvabólga, lýsir sér sem bólgur í mörgum vöðvum. Getur haft áhrif á innri líffæri meðal annars lungu. Einnig geta fylgt húðútbrot.
Til greiningar eru notaðar sérhæfðar blóðprufur og vefjasýni tekið úr vöðva. Batahorfur eru oftast góðar en sjúkdómurin getur haft alvarlegar afleiðingar í einstaka tilfellum.

Við meðferð er notast við stera og Methotrexate en í einstaka tilfellum gæti önnur lyfjameðferð komið til greina.

Kveðja, Starfsfólk Gigtarlínunnar
Gigtarfélag Íslands, gigt.is