Flagyl

Halló
Ég hef undanfarnar vikur fundist frekar vond lykt af typpinu á mér, hálfgerð þvaglykt sem mér finnst svo skrítið því ég er ekkert að þvo mér minna en vanalega, einu sinni á dag. Ég trúi varla að ég sé með þvagleka þar sem ég er bara 22 ára en ég veit ekki, kærastan mín fór til læknis áðan og er með einhverja bakteríusýkingu og fékk Flagyl stíla við því, á fylgiseðli stendur að rekjunautur eigi lika að taka þetta útaf hann geti fengið sýkingu líka, gæti það orsakað lyktina? ef ekki, dettur þér eitthvað í hug sem gæti orsakað lyktina?

Þakka þér fyrirspurnina

Það sem þú virðist vera að lýsa er bakteríusýking sem kærastan er með sjá hér http://doktor.is/sjukdomur/utferd og er mögulegt að maki finni fyrir því sama. Ef hún hefur fengið lyf vegna þessa er yfirleitt ráðlagt að meðhöndla makann. Nauðsynlegt er að útiloka kynsjúkdóma til öryggis ef meðhöndlunin upprætir ekki einkennin

Gangi þér vel