Fólinsýra, Euthyrox og frjósemi?

Spurning:
Góðan daginn Ég tek inn Euthyrox 1 töflu á dag, er ekki í lagi að taka inn fólinsýru með?   Ég hætti á pillunni fyrir 2 mán. síðan og langar að verða ófrísk.  Það tók mig hátt í 2 ár að verða ófrísk af fyrsta barni, (var eflaust komin með þetta á heilann) getur þetta tekið álíka langar tíma aftur?   Hvernig eru þessi egglosapróf, er að spá í hvort þau geti hjálpað…..

Svar:

Það er vissulega í góðu lagi að taka Fólínsýru með Euthyrox töflunum. Hafir þú verið lengi að verða ólétt síðast getur það stafað af skjaldkirtinum þar sem hann er greinilega í ójafnvægi úr því þú þarft að taka Euthyrox. Ef þetta gengur einnig brösulega núna skaltu biðja lækninn þinn að skoða skjaldkirtilshormónin til að ganga úr skugga um að það sé jafnvægi á þeim. Egglosprófin eru ágæt fyrir konur með sæmilega reglulegar blæðingar og þá er hægt að nota þau um miðbik tíðahringsins til að finna út hvenær líklegast er að egglos verði og þá getur maður haft samfarirnar nokkuð vel skipulagðar þannig að það auki líkur á getnaði.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir