Forhúðarþrengsli?

Spurning:
Ég held að ég sé með heldur þrönga forhúð en mig verkjar þó ekki við holdris. Ég hef ekki haft samfarir en ég hef áhyggjur af því hvort þær muni reynast mjög sársaukafullar út af forhúðinni. Eru þessar áhyggjur óþarfar? Mig langar einnig að vita hvort að þröng forhúð geti haft áhrif á stærð limsins. Hvert snýr maður sér í svona málum og hvað er hægt að gera í þessari stöðu? Ég hef fundið litlar upplýsingar um þrönga forhúð og vandamál henni tengd og því væri gott ef þið gætuð skrifað örfáar línur um það eða vísað mér á einhvern góðan texta.

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Þröng forhúð eða forhúðarþrengsl er það þegar ekki er hægt að draga forhúðina upp fyrir kónginn. Þetta kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en við 5 ára aldurinn því fram að þeim tíma er forhúðin yfirleitt lítil og þröng. Forhúðarþrengsl uppgötvast oftast á unglingsárum, því þó þetta valdi engum sársauka við þvaglát veldur þetta yfirleitt sársauka þegar limurinn rís. Varast skal að þvinga forhúðina aftur heldur skal leita til þvagfæraskurðlæknis, en þeir eru flestir full færir um að lagfæra þetta. Sundum er nóg að víkka forhúðina með því að klippa upp í hana en stundum getur verið að læknir mæli með umskurði.Með kveðju og ósk um gott gengi

Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
www.Doktor.is