Fótaraki

Fyrirspurn:

 

Góðan daginn, ég er að brasa við svakalegan fótasvita. Ég hætti að reykja fyrir 4árum og komst þá í kjörþyngd.

 

Mér finnst þetta hafa aukist jafnt og þétt síðan.

 

Aldur:

 

36

 

Kyn:

 

Kvenmaður

Svar:

Þau ráð, sem við búum yfir til að hemja fótraka eru efni frá fyrirtæki, sem heitir Peusek og við á Fótaaðgerðastofu Seltjarnarness höfum boðið upp á einfalda meðferð sem felst í fótabaði með þessu efni að morgni, síðan er tilheyrandi talkúmi dreift yfir fæturna og í sokkana og þeir ekki teknir af fótunum í 1 & 1/2 sólarhring. Þessi meðferð endist venjulega í 3 mánuði, stundum lengur.  Einnig eru til frá þessu sama fyrirtæki skóleppar og fótaspray sem innihalda sama efni. Aðal virka efni Peusek er Aluminum Chlorhydrat (en það eru fleiri virk efni í því) en það fæst einnig í upplausn í lyfjaverslunum og heitir Solutio aluminii chloridi 20% og er selt í 100 ml glösum.  Það er borið á  2svar í viku við svita. Einnig veit ég að húðlæknar beita stungulyfjum og þarf enturtekna meðferð til þess að það beri árangur.  En það geta þeir gefið nánari upplýsingar um.

 

Hinsvegar vil ég ráðleggja þér að leita einnig svara hjá húðlækni því hann eða annar sérfræðingur hafa vafalaust skýringar á orsök vandans.

Bestu kveðjur,

 

Margrét Jónsdóttir,

fótaaðgerðarfræðingur