Fráhvarfseinkenni af Parkódín Forte?

Spurning:
Hver eru fráhvarfseinkenni af langvarandi (nokkur ár) notkun Parkídín Forte og hvað geta þau staðið lengi yfir? Skamturinn var orðinn 6 stk. á dag síðasta mánuðinn. Síðan var snögghætt neyslunni og er svo enn.  Það var um áramót.

Svar:
Fráhvarfseinkenni vegna kódeíns eru af svipuðum toga og eftir önnur lyf sem ættuð eru úr ópíumvalmúanum. Þess ber þó að gæta að kódeín er mun vægara en lyf eins og morfín og fíkniefni eins og heróín og fráhvarfseinkenni langt því frá að vera eins alvarleg og fyrir þessi efni.Um er að ræða í raun alls konar vanlíðan eins og nefrennsli, hita-, svita- og kuldaköst, vöðvaverki, magakrampa, ógleði, niðurgang, höfuðverk, hjartsláttartruflanir o.s.frv. Það versta gengur yfir á nokkrum dögum, en það getur tekið nokkra mánuði að losna alveg við þau.

 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur