Frjáls til frambúðar

Mér fannst auðvelt að hætta að reykja. Ég reykti sjálfur í 12 ár og var alltaf að „reyna“ að hætta en ekkert gekk. Ég byrjaði 12 ára gamall og reykti 2 pakka á dag á tímabili. Ég reyndi að minnka við mig með því að reykja vindla og pípu. Ég fór meira að segja að reykja Capri sígarettur í misskilinni örvæntingu um að það myndi hjálpa mér eitthvað. Ekkert af þessu gekk. Eftir á að hyggja sé ég að ég vildi í raun ekkert hætta. Ég var bara að blekkja mig. Það var ekki fyrr en að ég undirbjó mig vel og tók ákvörðun um að hætta til frambúðar að mér tókst það. Þegar ég var búinn að hafa fyrir því að undirbúa mig var ekkert mál að hætta. Í raun var það svo auðvelt að í framhaldi ákvað ég að hjálpa öðrum sem vildu ná sama árangri. Síðastliðin fimm ár hafa margir leitað til mín eftir aðstoð og ég hef veitt hana. Þeir sem fylgja aðferðafræðinni ná árangri… hinir ekki! Þessa dagana held ég reyklausu námskeiðin í samstarfi við Gáska vinnuvernd. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar á www.vinnuvernd.is eða í síma 568-9009.

Hvernig???

Ég hef komist að raun um að til þess að fólk nái árangri þarf að hafa nokkur atriði á hreinu.

1) Þekktu óvininn. Á námskeiðum mínum er ég með stuttan fræðslufyrirlestur um áhrif hverrar sígarettu, þátttakendur hjálpa mér að framreikna áhrifin, við skoðum saman hvað nikótín er, hvaða áhrif það hefur á okkur og hvers vegna ég mæli ekki með notkun nikótínlyfja, við skoðum óbeinar reykingar og síðast en ekki síst býð ég þátttakendum upp á nýja lífsreynslu… ég kenni þeim að reykja upp á nýtt.

2) Bara fyrir þig. Ég er eins og Roy Rogers þegar ég heyri að fólk er ekki að koma fyrir sjálft sig… ég hendi þeim út. Það þýðir ekkert að reyna að hætta fyrir börn, maka eða vinnuveitendur. Þú verður að vilja gera þetta fyrir þig.

3) Breyttu viðhorfinu og vananum. Það er ekki hægt að sleppa taki á fíkn nema með gagngerri viðhorfsbreytingu. Þetta vita allir sem hafa unnið með fíkla. Ég kenni áhrifaríka aðferð til viðhorfsbreytinga. Aðferðin hefur verið notuð af prestum, jógum, sjálfshjálpargúrúum, viðskiptafræðingum, framkvæmdarstjórum, forstjórum, sölumönnum og öðrum þeim sem vilja gera gagngerar breytingar á lífi sínu. Aðferðin er mörgþúsund ára gömul og hún virkar… ef hún er notuð.

4) Verðlaunaðu þig. Ef þú átt að sleppa taki á einhverju sem þú heldur að sé gott fyrir þig verður þú að verðlauna þig með einhverju sem er enn betra. Ég kenni fólki að setja sér markmið og fara eftir þeim.

Námskeiðin er haldin á laugardögum og taka fjórar vikur. Við verjum saman tveimur klukkutímum í senn og þú tekur stórstígum framförum… þú hættir að reykja til frambúðar.

Nánari upplýsingar um námskeiðið:
Gáski vinnuvernd, www.vinnuvernd.is, valgeir@gaski.is, 568-9009.