Fungoral, Flagyl og ógleði?

Spurning:
Góðan og blessaðan daginn.
Ég er á Fungoral 200 mg og Flagyl 2oo mg við Candidasvepp, búin að vera á þessu í 14 daga en er að berjast við ógleði, höfuðverk, lystarleysi, depurð, uppþembu og brjóstsviða. Á að vera á lyfjunum í 1 mánuð, líða þessar aukaverkanir hjá eða á ég að hafa samb. við lækninn?
Með fyrirfram þökk

Svar:
Bæði þessi lyf valda oft óþægindum frá meltingarfærum, sem gætu útskýrt ógleðina, lystarleysið, uppþembuna og brjóstsviðann. Bæði lyfin geta einnig valdið höfuðverk, en það er mjög sjaldgæft. Ekki er talað um depurð sem aukaverkun af lyfjunum, en þessi vanlíðan sem þú lýsir gæti hæglega valdið þér depurð. Ekki þori ég að lofa því að þetta líði hjá. Ef aukaverkanirnar eru ill- eða óbærilegar, er sjálfsagt að hafa samband við lækninn og vega og meta framhaldið í samráði við hann.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur