Fyrirspurn um pilluna

Hæhæ !

Ég var sett á cerazette pilluna fyrir rúmum 2 mánuðum, eftir að hafa verið að taka hana í rúmann mánuð var ég öll út í útbrotum og talið var betra fyrir mig að hætta á henni!

Ég hef ekki enn byrjað á blæðingum oooog er orðin smá stressuð um hvað sé í gangi, ég er búin að taka próf og það var neikvætt, er til einhver skýring á því sem er að eiga sér stað?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú ert ekki þunguð þá eru allar líkur á því að þú byrjir á blæðingum á næstunni. Streita og álag getur haft þau áhrif að seinka blæðingum svo þú þarft að slaka á fara vel með þig. Ég vísa hér í aður birt svar við svipaðri fyrirspurnsem getur mögulega gagnast þér

Ef þú ert mjög áhygggjufull og  líður illa með þetta þá er alltaf hægt að lækni og fá frekari skoðun og mat.

Gangi þér vel