Gallsteinaskast og meðganga?

Spurning:
Má rekja orsakir gallsteinakasts/gallblöðrubólgu til meðgöngu eða fæðingar? Eru líkurnar meiri til þessa ástands við meðgöngu/fæðingu?

Svar:
Já, það er vel þekkt að meðganga getur stuðlað að myndun gallsteina og þá gallsteinakasti. Þetta er skýrt með því að á meðgöngu er oft meira cholesterol skilið út í gallinu, en cholesterol myndar eitt sér eða með öðrum efnum um 90% gallsteina hjá íbúum hins vestræna heims. Þá getur meðganga valdið truflun á starfsemi og tæmingu gallblöðrunnar, sem síðan getur leitt til gallsteinakasts.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Ásgeir Theodórs, læknir