Geðhvörf

Fyrirspurn:

Ég var greind með geðhvörf fyrir nokkrum árum síðan og var sett á orfiril (var einnig á 250 mg af Sertral á dag) varð mjög veik af orfiril og hætti að taka það nú eru 3 ár síðan ég er enþá á sertral en er komin niður í 25 mg á dag þar sem líkur eru á að sertralið sé að valda því að maginn á mér er í klessu (vægast sagt) .Ég er alveg buguð sjálfsvígs hugleiðingar og nettar tilraunir (ekkert alvarlegt verð bara að vita að ég geti það) mér finnst ég er að kafna. En mín spurning er sú hvaða kosti hef ég sambandi við LANG tíma meðferð ef ég get ekki verið á Sertral það gerði mig mun léttari reyndar fór ég í maniu þegar ég var á 250 mg af Sertrali en það er betra heldur en ástandið sem ég er í núna. Hvað á ég að gera?

Kveðja,

Alveg buguð

Aldur:
25

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Komdu sæl.

Það eru vissulega ýmsir aðrir kostir í í lyfjameðferð á geðhvörfum. Það er algengast að sjúklingar með geðhvörf taki svokölluð jafnvægislyf, en Orfiril er einmitt slíkt lyf. Önnur jafnvægislyf sem eru mikið notuð og góð reynsla er af eru t.d. Lithium og Lamictal.  Á síðustu árum hafa nokkur nýrri gerðofslyf einnig verið notuð í meðferð geðhvarfa og fyrirbyggjandi við geðsveiflum.
Sertral er þunglyndislyf en þau eru töluvert notuð hjá geðhvarfasjúklingum, en þó eru margir sem velja að nota þau tímabundið við þunglyndi, þar sem talin er aukin hætta á örlæti hjá ákveðnum hópi geðhvarfasjúklinga, séu þunglyndislyf notuð fyrirbyggjandi.

Það hljómar eins og þér líði mjög illa þessa dagana og að þú þurfir á hjálp að halda til að ná þér upp úr þunglyndinu. Þú skalt leita sem fyrst til þíns læknis, heimilislæknis eða þess sem fylgt hefur eftir þinni lyfjameðferð. Það er líklega réttast að þú hættir á Sertrali og fáir alveg ný lyf og mundi ég þá heldur mæla með jafnvægislyfi eins og Lithium eða Lamictal. Sé þunglyndið alvarlegt má athuga að þú fáir annað þunglyndislyf, en best væri þá að það væri tímabundið og að markmiðið væri að nota eitt lyf í fyrirbyggjandi meðferð.

Gangi þér vel,
Halldóra Jónsdóttir, geðlæknir