Geðlyfið EDRONAX þyrfti meiri umfjöllun

Spurning:

Komið sæl.

Mig langar að byrja á að þakka fyrir rosalega góðan vef. Þið eigið mínar bestu þakkir fyrir hann.

Heyrðu mig langar til að spyrja lyfjafræðing að því af hverju geðlyfið EDRONAX er ekki meira í umfjöllun á vefnum? Er lyfið gott við þunglyndi? Er þetta mikið notað lyf?

Svar:

Sæll.

Þegar talað er um að þunglyndislyf séu mikið notuð hér á Íslandi þá er mest notað af svokölluðum SSRI eða skyldum lyfjum. Ábendingar fyrir notkun á Reboxetíni er mun þrengri (sjá neðst) og vísar til minni hóps en algengustu þunglyndislyfin. Skömmtun lyfsins er vandasöm að því leyti að hún þarf að vera nákvæm vegna þröngs lækningalegs bils reboxetíns. Þetta kann að skýra minni notkun og minni umfjöllun. Þetta er ágætis lyf fyrir þá sem það hentar.

Ábendingar: Reboxetín er ætlað til bráðrar meðferðar á geðdeyfð/djúpri geðdeyfð (major depression) og til að viðhalda bata hjá sjúklingum, sem svöruðu meðferðinni í upphafi.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur