get ekki grátið

ég veit ekki hvort þetta sé sállfræðilegt eða líkamlegt en mig langar mikið að geta grátið! ég gat það á mínum yngri árum en ef ég reyni það núna þá þarf ég að vera ölvuð og get þá ekki einu sinni gert það bara næstum því, það kemur bara næstum því grátur eða tár. ég er greind með borderline og hef oft farið til sálfræðings og geðlæknis, ég er fíkill og hef selt mig og það að selja mig var ekkert mál því ég í rauninni hef ekki tilfiningar gagnvart sjálfri mér! en þegar besti vinur minn dó þá kom ekki eitt tár , þegar 2 bestu vinir mínir greindust með krabbamein og sögðu mér ekki frá því þá kom ekki tár og þegar uppáhaldsfrænka mín dó þá kom ekki tár! ég hef þurft að þola líkamlegar meiðingar og andlegar, mér hefur verið nauðgað en aldrei kom tár… einu skiptin sem það hafa komið tár voru þegar mamma mín hótaði að hætta að tala við mig. er eitthvað að mér eða er þetta eðlilegt? þarf ég að tala um þetta við læknin minn eða er ég bara ónýt manneskja sem er búin að skemma sig ??

Þakka þér fyrirspurnina

Miðað við lýsingu þína þarftu á aðstoð að halda og er rétt að leita til fagaðila. Það er engin skyndilausn við þessu vandamáli sem þú ert að glíma við.

Gangi þér vel