Getnaður eftir pilluna

Fyrirspurn:

Góðan dag okkur langar að fara kíla á síðasta krílið okkar, er búin að vera mikið veik en allt að komið á gott ról og ég fæ að vita í næstu viku hvort ég megi koma með kríli í haust, það sem ég er að pæla ef ég ætla að reyna að verða ófrísk í haust hvenær á ég að hætta þá á pillunni ?

Kær kveðja,

Aldur:

32

Kyn:

Kvenmaður

Svar:

Oftast tekur það hormónana í líkamanum einhverja mánuði að komast í eðlilegt far eftir pilluna og allt upp í 6-12 mánuði að verða ófrísk.  Þannig að ég myndi ráðleggja þér að hætta fljótlega á pillunni en að nota þá eitthvað annað eins og t.d. smokkinn fram á haustið eða þangað til að þú veist að þér er óhætt að verða ófrísk.  Því auðvitað er ekki hægt að útiloka að þú yrðir fljótlega ófrísk.  Þannig hefur líkaminn tækifæri til að jafna sig eftir pilluna. 

En ef þú treystir þér ekki í að nota eitthvað annað (ekki með hormónum) þá myndi ég bíða með það þangað til þú veist að þér er óhætt að verða ófrísk.

Gangi þér vel,

Kristín Svala Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir