Getur Estrofem valdið þyngdaraukningu?

Spurning:

Sæll Jón Pétur.

Ég hef notað lyfið Estrofem í nokkur ár. Ég hef ávallt átt í vandræðum með þyngdina og er svona 20 -30 kg of þung. Megrunarkúrarnir ganga frekar illa. Getur lyfið átt einhvern þátt í þyngdinni, því þessi kíló hafa sniglast á mig smátt og smátt ? þætti vænt um að fá svar.

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Við langvarandi Estrofem meðferð er mikilvægt að fara reglulega í skoðun. Þyngdaraukning er þekkt aukaverkun af Estrofem og kann það að vera hluti ástæðunnar fyrir því að þú þyngist. Gangi þér vel.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur