Getur kæfisvefn verið arfgengur?

Spurning:

Sæl og blessuð.

Getur kæfisvefn verið arfgengur?

Kær kveðja.

Svar:

Sæll.

Þú spyrð hvort kæfisvefn geti verið arfgengur.

Rannsóknir hafa sýnt að kæfisvefn er algengari í sumum ættum en öðrum.

Ein skýring á þessu gæti verið að ættingjum svipar hvor til annars í útliti og líkamsbyggingu. Ýmsir þættir í líkamsbyggingu auka líkur á kæfisvefni, svo sem offita, lítil haka, stuttur sver háls, þröngt kok, stór tunga og þröngar eða stíflaðar nasir. En eflaust kemur annað til einnig.

Kær kveðja,
Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, sérsvið svefnrannsóknir