Getur maður smitast af kynfæravörtum án þess að hafa kynmök?

Spurning:

Sæll.

Ef maður hefur fengið vörtur á skapabarmana, er þá alltaf um smit eftir kynmök að ræða, þ.e. kynsjúkdóm? Geta vörtur ekki myndast þar, eins og annars staðar á líkamanum?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Þegar vörtur myndast annars staðar á líkamanum er það líka veirusýking og því um smit að ræða. Menn hafa séð dæmi um að fólk sem ekki stundar kynlíf smitist af kynfæravörtum til dæmis börn – því er erfitt að segja að þetta smitist bara við kynmök. Það er líka mikilvægt að átta sig á þvi að vörtur geta komið fram mörgum mánuðum og jafnvel árum eftir að fólk smitast. Eins geta vörtur komið upp aftur jafnvel áratugum eftir að fólk taldi sig læknað. Það að fá kynfæravörtur þýðir sem sagt ekki endilega að maður hafi smitast nýlega með kynmökum.

Kveðja,
f.h. Félags um forvarnir læknanema,
Jón Þorkell Einarsson