Getur Voltaren Rapid valdið ógleði?

Spurning:

Komdu sæll!

Ég er búin að taka Voltaren Rapid í tvo og hálfan mánuð er það í lagi?

Ég er með ógleði alla daga eftir að hafa borðað tengist það lyfinu?

Ég fékk lyfið vegna þess ég var með slitinn liðþófa, fór í aðgerð fyrir þrem vikum er enn á lyfinu.

Takk fyrir

Svar:

Í sjálfu sér er allt í lagi að þú takir þetta lyf svona lengi en gott væri fyrir þig að prófa eitthvað annað bólgueyðandi gigtarlyf því að líklega ertu að fá ógleði sem aukaverkun af þessu lyfi. Athugaðu að þú sért að taka lyfið rétt. Skammtastærðir handa fullorðnum: 50-150 mg á dag sem er tekið í 2-3 skömmtum. Hámarksdagsskammtur er 200 mg á dag. Við langvarandi notkun getur myndast sár í maga eða skeifugörn.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur