Glucosamine og Chondroitin á meðgöngu?

Spurning:
Er í lagi að taka Glucosamine og Chondroitin á meðgöngu? Ég hef tekið þessi efni síðustu tvö ár vegna brjóskeyðingar í baki. Ég er komin 7 vikur á leið.

Svar:
Glukosamin og chondroitin eru hvergi skráð sem lyf (ennþá, það gæti komið að því) þannig að ég veit ekki um neinar traustar heimildir fyrir því hvort óhætt sé að taka inn fæðubótarefni sem innihalda þessi efni á meðgöngu. Af sömu ástæðu er ekki hægt að treysta fyllilega hvað fæðubótarefni sem innihalda þessi efni innihaldi í raun. Ég verð því að ráðleggja að taka þetta ekki inn á meðgöngu.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur