Gröftur í hálsi og…?

Spurning:
Er í vandræðum með tvennt. Það á það til að blæða úr endaþarminum á mér þegar ég fer á klósettið og stundum svolítið eftir það. Ég er líka alltaf með mikla vindverki og vindgang, alla daga. Ég borða frekar mikið en er í ágætis formi en viðurkenni það alveg að ég mætti alveg borða hollara. Ætti ég að leita læknis, hvað gæti þetta verið? Hefur verið svona allavega síðastliðið ár, með vissum millibilum.
Svo er annað, það grefur svo mikið í hálsinum á mér. Koma köklar sem ég þarf að hrækja út alltaf annars lagið. Ótrúlega óþægilegt þegar ég næ þeim ekki strax. Svo virðist sem ég hafi smitað kærustuna mín þar sem hún byrjaði að fá svona nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum saman og fær alltaf enn. Hvað er hægt að gera í þessu. Takk fyrir hjálpina

Svar:
Komdu sæll Líklegast er að blæðingarnar frá endaþarmi séu tengdar gyllinæð, sérstaklega þar sem þetta kemur einungis annað slagið, en það getur hugsanlega verið tengt hörðum hægðum eða einhverju slíku. Þú skalt samt endilega tala við þinn heimilislækni vegna þessa. Hann getur ráðlagt þér varðandi hugsanlega meðferð við þessu og eins getur hann metið það hvort nauðsynlegt sé fyrir þig að fara í speglun. Varðandi hálsinn og kögglana þá ættir þú / þið einnig að ræða það við heimilislækninn sem getur tekið strok úr hálsinum til þess að sjá hvort og hvaða bakteríur eru þarna á ferð og metið það hvort nauðsynlegt sé að gefa sýklalyf til þess að losna við þær. Munnskol gæti þó einnig komið að góðum notum í þessari baráttu. Með góðri kveðju, Jórunn Frímannsdóttir Hjúkrunarfræðingur www.Doktor.is