Gyllinæð/aðgerð?

Fyrirspurn:

Sæl,

Ég hef áður sent fyrirspurn um sama efni, en tölvan mín hrundi rétt eftir að ég fékk svarið svo ég glataði því 🙂

Málið er það að ég var með einhversskonar gyllinæð (æðahnúta) fyrir rúmu ári sem skyldu eftir sig lítinn húðflipa. Er búin að fara til læknis, sem vildi ekki fjarlægja þetta því honum fannst þetta of lítið (enda séð miklu verra) og að ég myndi gleyma þessu eftir stuttan tíma!… Svolítið síðan ég fór til hans og ég á engan veginn eftir að gleyma þessu útlitslega séð, og upp á síðkastið er ég farin að finna fyrir þessu..

Getið þið bent mér á lýtalækna sem fjarlægja svona, Er þetta einfaldari aðgerð eftir því sem þessi ,,flipi" er minni ??

Með fyrirfram þökkum

Aldur:
23

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Þú finnur ágætis efni um þetta inná Doktor.is – notaðu leitina.
Varðandi aðgerð, þá held ég að það séu almennir skurðlæknar sem framkvæma slíkar aðgerðir fremur en lýtalæknar. Slíkar aðgerðir eru gerðar þegar önnur ráð duga ekki til (lyf/stílar) og í samráði við lækni og viðkomandi aðila.
Heimilislæknir ætti að geta ráðlagt þér með val á lækni.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is