Háþrýstingur og höfuðverkur?

Spurning:
Góðan daginn.

Hver er munurinn á ACE blokkara og Angiotensin II blokkara? Ég er á Atacand sem tilheyrir Angiot. II. bl. Getur það haft áhrif á mígreni? Mitt líf breyttist eftir að ég byrjaði á Atacand, ég var alltaf með höfuðverk áður og of háan blóðþr. Ég veit ekki hvort var orsökin (höfuðverkurinn eða blþr.) eða hvort var afleiðingin. Hvað heldur þú? Ég reyki ekki, er ekki of feit, drekk ekki. Forðast salt.

Takk fyrir.

Svar:

Angiotensin II er það hormón í svokölluðu renin-angiotensin kerfi í líkamanum sem mest áhrif hefur á æðar og á stóran þátt í sjúkdómsmeinafræði háþrýstings, hjartabilunar og annarra sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi.

ACE blokkarar, eða Angitensin Converting Enzyme blokkar, hindra verkun þessa ensíms sem er nauðsynlegt til að Angiotensin I breytist í Angiotensin II.

Þeir draga sem sagt úr myndun Angitensin II í líkamanum.

Angiotensin II blokkar eru hins vegar viðtakablokkar sem hindra að Angiotensin II nái að bindast viðtökum og draga þannig úr virkni efnisins.

Lyf úr þessum flokkum hafa þannig bæði svipaða verkun þó ekki sé hún að öllu leyti eins.

Þekkt er að of hár blóðþrýstingur valdi höfuðverk.

Ástæður fyrir háþrýstingi eru sjaldnast þekktar til hlítar.

Finnbogi Rútur Hálfdánarson

lyfjafræðingur