Hægðatregða

Ég er með tregar hægðir,
hvaða fæði hefur góð áhrif og hvaða ber að forðast?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það sem er mikilvægast að huga að við hægðatregðu er almennt mataræði og hreyfing, en reglubundin hreyfing eykur starfsemi ristilsins. Hafðu mataræðið fjölbreytt og trefjaríkt, þ.e. nóg af grófu korni, ávöxtum og grænmeti. Passaðu svo að drekka vel, að minnsta kosti 8 til 10 glös af vatni á dag. Heitir drykkir, heitt vatn, te eða kaffi geta einnig örvað hægðirnar. Það getur líka hjálpað að fá sér sveskjur,döðlur, apríkósur, epli, mulin hörfræ, hörfræolía og plómusafa. Notaðu vel af olíu,helst græna t.d. olífuolíu. Það sem ber að forðast er fínt brauð, kökur og sykur, eins getur mjólkurmatur verið stemmandi og þá líka matur sem inni heldur hátt hlutfall próteins. Unnar matvörur, rautt kjöt, djúpstiektur matur og sjoppufæði getur líka valdið hægðartregðu.

Gangi þér vel

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur