Hætti a pilluni og engar blæðingar

Sæl.
Ég hef verið á Cerazette pilluni siðan i enda júli, og tok seinustu pilluna 18 november, og er ekki enþa byrjuð a blæðingum, eg hef tekið 3 prof og öll hafa þau verið neikvæð, það er reyndar mikið stress i gangi og mataræðið mætti vera betra,, spilast það mikið inní?

Þakka þér fyrirspurnina;

Þetta getur verið fullkomlega eðlilegt, ef engar blæðingar hafa átt sér stað innan nokkurra mánaða frá pilluhléi er rétt að láta skoða það, mögulega þarf að hvetja kerfið og koma þér af stað. Þó er rétt að fylgjast með þungunarprófi við og við til öryggis

Gangi þér vel