Hárlos á meðgöngu?

Spurning:
Mig langaði að forvitnast hvort nota mætti Silca sem er vítamín fyrir húð,hár og neglur á meðgöngu. Ég þjáist af mjög miklu hárlosi og Silca hefur reynst mér vel áður.

Svar:
Hárlos er mjög algengt á meðgöngu og eftir fæðingu og hefur með það að gera að líkaminn er að einbeita sér að byggingu nýja einstaklingsins og því verður hárið og neglurnar (sem ekki er lífsnauðsynlegt) soldið útundan hjá hinni verðandi móður. Það er ekki ráðlegt að taka nein önnur efni en ráðlagða dagskammta af vítamínum og omega fitusýrur á meðgöngu. silica er að megninu til B vítamín og kísill. B vítamín eru vatnsleysanleg og því yfirleitt í lagi að taka þau, jafnvel í dálitlu magni en kísilinn er erfitt að finna nokkuð um hvort er slæmur eða ekki fyrir fóstrið. Best er að nota bara fjölvítamín og/eða lýsi og svo getur þú tekið auka B vítamín til að laga hárvöxtinn meðan þú ert barnshafandi.

Kveðja, Dagný Zoega, ljósmóðir