Hæsi

Fyrirspurn:

Ég er 29 ára og hef átt í a.m.k eitt ár erfileika við að kyngja. Finnst eins og alltaf sé eitthvað sem þrengir að og geri það að verkum að tilfinningin sé eins og ég sé að reyna að kyngja köggli þó það sé aðeins munnvatn sem ég er að kyngja. Hef farið til háls nef og eyrnalækni sem skoðaði hálsinn en fann ekkert athugavert.Ég hef einnig verið að fá hæsi einkennilega oft. Þá nánast missi ég röddina eða verð mjög hás og með óþægindi í hálsi. Hæsi hefur staðið í þá 3-6 daga. Í öll þau skipti sem ég hef verið svona hás eða nánast misst röddina hefur það ekki verið vegna  flensu eða kvefs.

Svar:

Þessi óþægindi við kyngingu  eru ekki eðlileg en geta verið einkenni um fleira en eitt vandamál.Það fyrsta sem kemur upp í hugann er mögulegt bakflæði

Ég set tengil á grein um það hér.

Hæsi án kvefs bendir til einhverrar ertingar við raddböndin sem væri þá ekki af völdum veira- það getur líka verið merki um bakflæði- magasýrurnar erta raddböndin en eins getur verið um ótal margt annað að ræða.

Ég myndi panta tíma hjá heimilislækni og ræða þetta í rólegheitunum. Hann getur gert grunnskoðun og vísað þér í rannsóknir eða til annarra sérfræðinga.

Vona að þetta gagnist þér

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Hjúkrunarfræðingur