Hjartalækningar: Hvaða gagn gera boltaleikir?

Spurning:

Hjartalækningar: Hvaða gagn gera boltaleikir, t.d. handbolti, skvass eða blak?

Svar:

Þessari spurningu er auðsvarað, þetta er hollt fyrir okkur öll, jafnt hjartasjúklinga sem heilbrigða. Í þessum leikjum er mikil hreyfing og það er hægt að skammta sér hreyfinguna svo að við ættum öll að geta tekið þátt. Á HL stöðinni hafa svona leikir kannski orðið útundan vegna þess hve endurhæfing þar er hnitmiðuð. Kannski er auðveldara að koma þessu við þegar maður skipuleggur sjálfur sinn tíma, en hreyfingin er góð!

Þorkell Guðbrandsson, hjartalæknir