Höfuðverkur og slitgigt

Góðan dag!

Mig langaði að vita hvort þú gætir bent mér á einhvern lækni sem sérhæfir sig í höfuðverkjum upprunnunum  frá hálsi vegna mikilla slitgigtar.  Ég er óvinnufær og hef verið í mörg ár vegna þess og er afar slæm þessar vikurnar.

Bestu kveðjur!

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er klárlega verkefni fyrir gigtarlækni og þar sem þú ert búin að eiga í þessu vandamáli  lengi ert þú vonandi með einn slíkan til þess að aðstoða þig. þú gætir reynt að vera í sambandi við gigtarfélagið gigt.is og fengið frekari upplýsingar og aðstoð þar.

Gangi þér vel.