Hollt fæði og bætiefni?

29 ára – kona

Ég er 29 ára kona sem að var að byrja í líkamsrækt og langar að vita hvort að ég er að taka rétt vítamín miðað við brennslu og álag. Ég vinn ekki járn úr neinum mat og hef alltaf átt í vandræðum með að halda mér uppi í haemoglobin og þess vegna drekk ég rauðrófusafan með. Ég er að borða hollan og góðan mat og er í erfiðum æfingum í bootcamp 3 í viku
Er ég að taka inn rétt vítamín? Hverju á ég að bæta við? Hverju á ég að sleppa?

Omega 3,6 og 9 olíur 1 á dag inniheldur:

fiski olía 279mg
omega3 180mg
olivuolía 146mg
omega9 90mg
omega6 90mg
Evening primrose olía 122mg

Þorskalýsisperlur 3 á dag inniheldur:

orka 37kj
prótein 0,25g
kolvetni 0,1g
fita 0,8g
A-vít 325mg
D-vít 4,5mg

Complet A-Z með fjölvítamínum og steinefnum 1 á dag inniheldur:

100% af ráðlögðum dagsskammti:
A-vít
D-vít
E-vít
C-vít
B6-vít
Folinsýra
B12-vít
Biotín
B5-vít
járn
Zinc
Iodin

Kalk 220mg
Magnesium 60mg
Kopar 1,0mg
Chloride 36mg
Manganese 2,5mg
Potassium40mg

Króm Pikólínat 1 á dag inniheldur:

Króm 200mg

Með þessu drekk ég eitt glas af rauðrófusafa og eitt glas af ferskum appelsínusafa. Endilega lesið yfir þetta og segið mér hvað má betur fara ,-)

Takk takk,

Svar:

Komdu sæl.

Þú segist borða hollan og góðan mat og svo sannarlega trúi ég því.
Staðreyndin er sú að ef við borðum fjölbreytt er mjög auðvelt að nálgast flest næringarefni í viðeigandi magni. Reyndar eru tvö efni í nokkurri sérstöðu hvað það varðar og er það annars vegar steinefnið járn (þegar um konur er að ræða) og D-vítamín. Varðandi D-vítamín að þá er gjarnan ráðlagt að fólk neyti eins og einnar teskeiðar af lýsi á dag eða um fimm lýsistöflur. Ég hjó eftir því að þú segist eiga í erfiðleikum með að viðhalda góðum járnbúskap.Í því sambandi hvet ég þig til að láta mæla járnbúskapinn og í kjölfarið fylgja eftir þeim ráðum sem læknir þinn kann að ákveða. Staðreyndin er sú að óhófleg neysla fæðubótarefna getur haft skaðleg áhrif á heilsu okkar og í flestum tilvikum er afskaplega auðvelt að fullnægja þörfinni á næringarefnum með neyslu hefðbundinnar fæðu. Sem dæmi má nefna að ráðlagður dagsskammtur af C-vítamíni er 75 mg á dag en í einu glasi (2,5 dl) af ferskum appelsínusafa er ríflegt það magn. Mig langar að benda þér á grein eftir mig sem finna má á doktor.is og ber titilinn: Fæðubótarefni – kostir og ókostir.

Kveðja, Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur