Hormóna bólur

góðan dag

Ég er 15 ára gömul stelpa sem á við bóluvandamál að stríða. Ég fæ aðeins litlar bólur og marga fílapennsla á þeim tíma sem ég er á blæðingum. Ég er í miklum íþróttum og svittna mjög mikið, húðholurnar stíflast því stundum og ég fæ litlar bólur út um allt bakið eins og það sé bara allt stíflað. Ég er heilsu frík og borða næringaríkan og góðan mat á hverjum degi. Ég hef reynt eins og ég get að hugsa vel um húðina og losna oftast við bólurnar en síðan koma þær aftur þegar ég byrja á blæðingum! Mér finnst þetta svo ósanngjarnt því eg hugsa það vel um mig og húðina en samt fæ ég bólur sem ég ræð ekkert við. Á hreinsivörur sem virka stundum en ég vil losna við þetta endanlega. Er þetta ekki hormóna tengt ef ég fæ þetta bara á blæðingum?? Ef svo er hvað get ég gert? Mig langar svo virkilega í slétta og fína húð. Þetta hefur svo mikil áhrif á sjálfstraustið og allt!!

kveðja ráðþrota unglingur

Sæl, þakka þér fyrirspurnina

Það er því miður lítið við þessu að gera þar sem þú munt í einhvern tíma enn vera að stilla af hormónabúskapinn þinn, stundum er ráðlagt að nota pilluna og hafa nokkrar tegundir verið notaðar í þessu samhengi. Líklega lagast þetta með tímanum og það eru í raun engar skyndilausnir ef þetta er fyrst og fremst hormónatengt eins og þú lýsir.

Gangi þér vel!