hormónalykkjan og verkir

Góðan dag,

Það var sett upp hormónalykkjan hjá mér í apríl , 8 vikum eftir að ég átti barn. Allt gekk vel og engar aukaverkanir sem ég tók eftir fyrr en fyrir ca 1,5 mán þá byrjaði ég að fá frekar sterka verki, eins og túrverki sem leiddu alveg niður í fætur og aftur í bak, svaf illa eina nóttina fyrir verkjum og þegar ég vaknaði fannst mér eins og það væri byrjað að blæða þegar ég stóð upp en var bara mikil brún útferð, sem kom svo ekki aftur. Svo minnkaði þetta og var ég orðin góð, en svo seinustu daga hefur þetta verið að koma og er alltaf mjög útblásin á kvöldin og finnst eins og þessir verkir séu bara á hverjum degi en bara lítill seiðingur en samt alltaf aum í mjóbaki og einn dagur sem ég var með eins og mikinn beinverk í hægri fæti. Hvað ætli sé í gangi, er þetta aukaverkun af hormónalykkjunni eða eitthvað annað? Tek það fram að ég er búin að taka þungunarpróf og eru neikvæð.

Með von um svar

bkv,

Þakka þér fyrirspurnina,

Það er sennilega best fyrir þig að láta kvenlækninn þinn meta legu lykkjunnar og útiloka bólgur sem geta komið upp. Almennt ætti hormónalykkjan að þolast vel og blæðingar eru almennt minni og jafnvel detta alveg út. Það geta svosem verið aðrar orsakir en þarna er skynsamlegast að skoða fyrst tenginguna við einkenni

Gangi þér vel