Hrakandi kynhvöt?

Góðan daginn.

Ég á við ákveðið vandamál að stríða. Fyrir nokkrum mánuðum hætti ég með kærustunni minni til 5 ára og síðan þá hefur kynkvötin mín lækkað að ég held. Mig langar alveg jafn mikið í kynlíf en það er eins og félaginn þarna niðri átti sig ekki á því stundum. Ég fer reglulega á tjúttið og fæ oftar en ekki með mér kvennmann heim og það er farið að gerast óþarflega oft að þegar heim er komið er félaginn bara sofandi, jafnvel þótt að ég sé það enganveginn og alveg vel til í leikinn. Oftar en ekki fer hann ekki alveg upp heldur er bara í hálfri stöng. Í öll skiptin sem þetta hefur gerst hef ég laðast að kvennmanninum sem ég lendi í þessu með. Ég hef aldrei átt við svona vandamál áður og er farinn að vera frekar stressaður með þetta.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki óalgengt að kynhvötin breytist fyrst eftir áföll og það  slíta 5 ára sambandi er alltaf áfall. Það sem þú ert að gera eykur líklega bara á vandanum, því meira sem þú reynir því verr gengur og þér  fer að líða verr og verr og allt vindur þetta upp á sig. Ekki er svo til að bæta úr að áfengisneysla getur haft verulega neikvæð áhrif á stinningu.

Gefðu þér meiri tíma, slappaðu af og hættu að fara á djammið með það fyrir augum að ná þér í bólfélaga. Þegar þú hittir svo einhverja sem þú laðast að á ekki að vera fyrsta verkefni að hoppa upp í rúm. Leyfðu hlutunum að gerast í rólegheitunum og þá lagast þetta af sjálfu sér.

Gangi þér vel