Húðsýking af salmonellu

Fyrirspurn:

Hæ,hæ,

Ég er að velta fyrir mér í sambandi við sýkingar, þannig er að ég fékk sýkingu í puttann eftir að ég brenndi mig á pönnu og fékk sár eftir blöðruna sem ég fékk og í sárið fékk ég salmonellusýkingu (læknirinn sagði að það héti það) eftir matinn sem ég var að vinna með og var á sýklalyfjum í vissan tíma og sýkinginn fór og svo núna 1 og 1/2 ári síðar er ég orðin svo aum og rauð og klæjar alveg svakalega í puttann og akkurat á sama stað og þetta sár var. Spurningin mín er sem sagt sú hvort þessi sýking gæti blossað upp aftur eftir svona langan tíma þrátt fyrir að ekkert sár er eða ég geti séð að það sé gat á húðinni?

Ég væri nú ekki svona stressuð yfir þessu ef ég væri ekki ólétt og komin um 5 mánuði á leið og vil því ekki vera að fá einhverjar sýkingar. 

Aldur:

21

Kyn:

Kvenmaður

Svar:

Sæl

Húðsýkingar af salmonellu eru mjög sjaldgæfar.  Ég tel hæpið að þessi útbrot núna sé enduruppvakning á smiti frá því fyrir einu og hálfu ári síðan. Það er eriftt að fullyrða um útbrot án þess að skoða þau og ég vil ráðleggja þér að láta skoða þetta til vonar og vara.

Kveðja,

Gunnlaugur Sigurjónsson Heilsugæslulæknir