Hvað er æðaflækja?

Spurning:
Dóttir mín fæddist með æðaflækju á vörinni, mig langar svo að vita af hverju fæðast börn með svona og hvað er þetta í rauninni. Fyrirfram þökk.

Svar:

Æðaflækja er nákvæmlega það: æðar sem liggja þétt saman og kvíslast hver um aðra.
Ástæðan fyrir að börn fæðast mað slíkt er sú sama og að sumir fæðast
með fæðingarbletti eða húðsepa: duttlungar náttúrunnar við mótun fóstursins. Suma
slíka ,,galla" geta læknar lagað en aðra verður fólk að lifa með.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir