Hvað er blöðrufóstur?

Spurning:
Hvað er blöðrufóstur?

Svar:
Blöðrufóstur, eða mola hydatiform, er fósturvefur sem skiptir sér óeðlilega þannig að það myndast margar vökvablöðrur innan í leginu í stað fósturs. Ekki er vitað hvers vegna þetta gerist en í svæsnum tilvikum getur mola leitt til krabbameinsmyndunar og þarf því að fylgjast mjög grannt með konum sem fengið hafa blöðrufóstur í marga mánuði á eftir.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir