Hvað er gadolinium?

Spurning:

Sæll.

fyrir þrem vikum fór ég í ómskoðun og var sprautaður með magnevist til að fá betri „kontrast" á myndirnar. Mér hefur verið óglatt síðan. Uppistaðan í lyfinu er gadolinium. Hvað er það? Þrátt fyrir ítrekaða leit hér á Netinu finn ég ekki svarið. Með ósk um aðstoð.

a.

Svar:

Yfir 1% þeirra sem fá Magnevist fá ógleði sem aukaverkun. Gadólín (Gd), sem er í Magnevist, er frumefni. Þetta efni hefur meðseglandi eiginleika og eykur þannig næmi og upplausn myndatöku með segulómun.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur