Hvað er Lennox-Gastaut heilkenni?

Spurning:

Sæl Bryndís.

Hvað er átt við með Lennox-Gastauts heilkennum?

Ég veit að þetta er einhvers konar afbrigði af flogaveiki, en hvernig lýsir þú þeim?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Sæll!

Lennox-Gastaut heilkenni er sjaldgæfur sjúkdómur sem byrjar snemma á barnsaldri og lýsir sér með mjög illvígum krömpum sem koma þétt og svara illa eða ekki hefðbundnum flogaveikilyfjum. Sjúkdómurinn leiðir til hrörnunar, bæði líkamlega og andlega og lífslíkur þeirra sem fá þennan sjúkdóm eru slæmar.

Kveðja,
Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum