Hvað er Noskapin?

Spurning:
Hvað er Noskapin? Ég fann pilluspjald heima hjá mér sem á stendur Noskapin 50 mg aco, hvað er þetta?

Svar:

Noskapín er efni sem á uppruna sinn í ópíumsvalmúanum. Það er þó hvorki verkjastillandi, vímugefandi né vanabindandi eins og mörg önnur efni upprunnin úr sömu plöntu. Noskapín er notað með nokkum góðum árangri sem hóstastillandi lyf. Það fékkst áður fyrr hér á landi bæði í mixtúruformi og sem töflur og var selt án lyfseðils. Venjulegur skammtur er 25-50 mg (1/2 -1 50 mg tafla) 2-3 svar á dag við þurrum hósta. Aukaverkanir eru litlar, helst ógleði. Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur