Hvað er skjálgur í auga?

Spurning:

Sæll.

Hvað er skjálgur í auga?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Sæll.

Skjálgur er gott og gilt heiti yfir „rangeygni", þ.e. að vera rangeygur. Bæði geta augun vísað út á við og inn á við. Því miður er þetta ágæta nafn ekki vel þekkt og munu menn sjálfsagt notast við „…að vera rangeygur/tileygur" um ókomna tíð.

Bestu kveðjur,
Jóhannes Kári Kristinsson, augnlæknir Sjónlag hf.