Hvað eru sindurefni?

Spurning:

Sæll.

Hvað eru sindurefni og hvar finnast þau?

Svar:

Sindurefni eru efnahópur sem hefur óparaða rafeind og eru þessi efni því mjög hvarfgjörn, þ.e.a.s. þessi efni ganga auðveldlega í efnasambönd með öðrum efnum. Sindurefni í mannslíkamanum ráðast á prótein, DNA, RNA og fitusýrur. Er talið að það valdi m.a. öldrun. Til eru efni eins og t.d. e-vítamín sem eru sindurvarar. Sindurefni finnast víðast hvar t.d. í mat, umhverfi og okkur sjálfum. Ágætar einfaldar en efnafræðilegar útskýringar á sindurefnum eru t.d. á síðunni að neðan. Enska heitið er „free radicals“.

http://alta1.middlebury.edu/chemistry/students/burkett/basic.html

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur