Hvar get ég nálgast næringatöflur?

Spurning:

Sæll.

Ekki er hægt að fá senda næringartöflu í netpósti? Þar að segja hvað margar kaloríur eru í hinu og þessu ( Kjöt, fisk bauð og svo framvegis).

Með kveðju.

Svar:

Sæll.

Þú getur nálgast íslenskar næringartöflur á netinu og sett þær inn á harða diskinn hjá þér.
matarvefurinn.is (Fyrirtækið Hugbúnaður hf. hannaði Matarvefinn í samvinnu við Matvælarannsóknir Keldnaholti, Manneldisráð, Námsgagnastofnun og rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús, en verkefnið var styrkt af Rannsóknaráði Íslands.) Með kveðju,
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur