Hvenær byrjar Zoloft að virka?

Spurning:
Ég er búin að taka inn lyfið Zoloft 50 mg, í rúma 2 máuði. Hef verið að bíða eftir að það virkaði almennilega, en mér sýnist lítið ætla að gerast – því miður. Vanlíðan og orkuleysi hefur varla nokkuð breytst til batnaðar. Sumarið 1995 þurfti ég að leita til geðlæknis og var þá sett á lyf sem virkuðu vel, en ég get ekki munað nafnið á þeim. Ég fylltist orku og vellíðan eftir að ég hafði tekið lyfið að mig minnir í einar þrjár vikur. Hvert get ég snúið mér til að fá þessar upplýsingar um mig varðandi nafnið á lyfinu frá 1995?
Með kveðju.

Svar:

Ég sé ekki annað ráð en að hafa samband við viðkomandi geðlækni og fá upplýsingar hjá honum um hvaða lyf þú notaðir 1995. Hann hefur örugglega haldið skrá yfir það sem hann ávísaði þér. Ef þú getur ekki haft samband við hann af einhverjum ástæðum, sé ég ekki hvað er til ráða. Hugsanlegt er þó að heimilislæknirinn þinn hafi fengið upplýsingar frá honum og þá ætti þatta að vera skráð hjá honum. Mikið af þeim lyfjum sem notuð eru í dag voru komin á markað 1995 þannig að um ýmis lyf getur verið að ræða. Þau sem mest voru notuð þá voru t.d. Fontex, Seról, Fluoxin og Tingus, sem innihalda öll sama virka efnið. Einnig Cipramil, Seroxat og Aurorix. Eldri lyf eins og Tryptizol, Amilin, Anafranil, Surmontil, Tolvon, Depsín, Mianserin og Ludiomil voru einnig í talverðri notkun.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur